Gunnar Örn

Gunnar Örn skrifar það sem honum er efst í huga hverju sinni. Ómerkilegra gæti það nú varla verið. Allt sem birtist hér er á ábyrgð Gunnars. Lifið heil.

Monday, January 09, 2006

 

Nytt

Ég ætla að gera breytingar á síðunni. Loksins, segja sumir.
Afsakið óþægindi.

Sunday, January 01, 2006

 

SjittÞetta er bara sjitt.

Sunday, December 25, 2005

 

Frahvarfseinkenni

Hver er með 'fokkin' FM 2005 diskinn minn? Ég er að verða vitlaus. Þetta er að gera mig brjálaðan. Hefur haldið mér vakandi síðustu nætur? Sá sem hefur hann má alveg skila mér honum. Ég mun ekki reiðast heldur fagna endurkomu disksins! Hann lítur svona út...

...bara hringlaga.

Saturday, December 17, 2005

 

Rosebud/Mr. T

Þetta blogg verður tvíþætt.
---
Rosebud
Ég horfði á Citizen Kane rétt áðan og hafði gaman af. Gaman að sjá mynd sem olli slíkum þáttaskilum í kvikmyndagerð á sínum tíma. Orson Welles er greinilega mjög greindur maður og gerir hispurslaust grín að William Hearst fjölmiðlakóngi í Bandaríkjunum um miðja tuttugustu öldina. Orson framleiðir, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í myndinni og verð ég að segja að þetta er ein besta svart/hvíta mynd sem ég hef séð.

Í myndinni er mikið af samtölum. Í byrjun myndarinnar heyrði ég einhvern segja: "...you said the union forever". En The Union Forever er einmitt lag með White Stripes. Ég komst svo síðar að því að texti lagsins er algjörlega upp á samtölum og söngvum í myndinni. Skemmtilegt. En ég fann ekkert um það á netinu.
---
Mr. T

Margir muna eflaust eftir Mr. T í hlutverki Clubber Lang í Rocky III. Þar notaði hann fyrst frasann "I pity the fool...". Síðan þá hefur hann skapað sér mynd sem 'The Utimate Mean Guy' í bandarísku þjóðlífi. Ég rakst svo á þessa skemmtilegu brandara um Mr. T á netinu og ætla að láta þá bestu flakka:

The last man who made eye contact with Mr. T was Ray Charles.

Mr T's chains are not made of gold, they are actually made of curium, one of the heaviest elements in existence. They were put there by the CIA to slow him down, and you're lucky they do, fool.

Children are afraid of the dark. Dark is afraid of Mr. T.

Mr. T is not black. It's just that the sun is to afraid to shine on him.

When Mr. T was circumsized his foreskin was not disposed of. Instead it was raised as a normal child, and it grew to love the game of basketball. Today we know Mr. T's foreskin as Shaquille O'Neal.

Mr. T puts the laughter in manslaughter.

Monday, December 12, 2005

 

Portrait

Póstaðu nafninu þínu og ég mun...

1. Segja e-ð handahófskennt um þig.
2. Nefna lag eða mynd sem tengist þér.
3. Fyrstu skýru minningu mína af þér.
4. Eitthvað sem við bara skiljum.
5. Einhver spurning sem ég hef lengi viljað fá svar við.

Þetta er sniðugt. Ég meina það, ekkert diss.

Mun svara eins og ég get.

Saturday, December 10, 2005

 

Boltablogg...

...virðast vera vinsæl þessa stundina. Mínir menn frá kolaborginni Liverpool eru á góðri siglingu þessa dagana. Hafa ekki fengið mark á sig í heila fimmtán klukkutíma og búnir að vinna sjö leiki í röð í deildinni. Á meðan hafa lið eins og Arsenal, Man Utd og Chelsea verið að misstíga sig. Með þetta góða 'run' í huga hafa margir velt vöngum yfir hvort Liverpool verði ekki bara Englandsmeistarar í maí 2006. Tjekkum aðeins á þessu:

Þessir sjö sigurleikir Liverpool í deildinni hafa verið á móti; West Ham, Aston Villa, Portsmouth, Man City, Sunderland, Wigan og Middlesbrough. Þessi lið eru öll við miðja deild eða fyrir neðan miðju eins og staðan er í dag. Svo inn í þetta blandast svo sigurleikur á móti Anderlecht og jafnteflisleikir á móti Real Betis og Chelsea í Meistaradeildinni. Allir eru að missa sig yfir þessu góða 'runni' en er þetta eitthvað merkilegt. Maður myndi nú búast við því að sjálfir Evrópumeistararnir myndu sigra lið við miðja deild í Englandi, liðið í neðsta sæti á Spáni og lið frá Belgíu, ... Belgíu. Ég er ekkert að segja að þetta sé ekki gott því þetta er í raun stórgott en alls ekki eitthvað sem maður á að missa sig yfir; spá meistaratitli og þess háttar. Þetta er bara gott leikjaprógram. Áður en Liverpool verður að stórveldi verðum við að hugsa eins og stórveldi. Takmarkið er þá að vinna öll lið og láta það ekki koma sér á óvart ef við vinnum nokkra leiki í röð. Sjáum bara Real Madrid. Þeir tapa nokkrum leikjum og þá er crisis. Þannig á það að vera.

Ég er ekki að spá neinu. Ég er bara að líta á þetta raunsæisaugum. En svona til að enda þetta þá kemur hér ein sem kætir alltaf...


Wednesday, December 07, 2005

 

Template

Ég held að þetta 'template' sé að syngja sitt síðasta. Myndirnar eru hverfa ein af annarri og ýmis skemmtileg skilaboð líkt og 'File Not Found' koma í staðinn. Ég ætla að halda þessu.
---
Ég ætla að vera svo frjálslegur að giska á hvernig mér hefur gengið í prófunum. Svo uppdeita ég.

Efnafræði: 7.0
Líffræði: 7.0
Þýska: 8.0

Archives

April 2005   May 2005   June 2005   July 2005   August 2005   September 2005   October 2005   November 2005   December 2005   January 2006  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?